Hlutabréfin í frjálsu falli eftir að hluthafalistinn var birtur

Í morgun var birtur listi yfir stærstu hluthafa Norwegian flugfélagsins að afloknu hlutabréfaútboði sem efnt var til í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.

Það hefur þó gengið á ýmsu í kauphöllinni í Ósló í dag og stöðva hefur þurft viðskiptin með bréf félagsins. Það hefur þó ekki í veg fyrir að gengið lækkaði um 37 prósent í morgun.

Sú niðursveifla hefur gengið til baka að hluta því lækkun dagsins nemur fjórðungi núna þegar klukkan er að verða hálf þrjú í Noregi.