Samfélagsmiðlar

Hópferðir fyrir Íslendinga um Ísland hitta í mark

Á meðan beðið er eftir því að ferðir út í heim verði með eðlilegri hætti þá bjóða Bændaferðir upp á sérferðir innanlands.

Úr fyrstu innanlandshópferð Bændaferða í febrúar sl. Hér er hópurinn við kirkjuna í Haukadal.

Bændaferðir hafa lengi verið með á boðstólum fjölbreyttar hópferðir til útlanda. Vegna heimsfaraldursins hafa þær skiljanlega legið niðri og því gefst viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar núna tækifæri á að ferðast saman um eigið land.

Og viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum að sögn Hugrúnar Hannesdóttur hjá Bændaferðum sem svaraði nokkrum spurningum Túrista um gang mála.

Eru þetta nýjung hjá ykkur?
Bændaferðir standa nú í fyrsta sinn fyrir skipulögðum hópferðum um Ísland fyrir Íslendinga. Innan fyrirtækisins er áratuga löng reynsla af skipulagningu hópferða um Ísland fyrir erlenda ferðamenn undir merkjum Hey Iceland. Bændaferðir hafa aftur á móti staðið fyrir hópferðum á erlenda grundu fyrir Íslendinga. Við fundum fyrir því að farþegar okkar hafa saknað þess mikið að geta ekki ferðast með Bændaferðum og þess frábæra félagsskap sem fólk fær í ferðunum. Það voru því í rauninni farþegarnir okkar sem voru aðal hvatinn að skipulagningu Íslandsferðanna. Við vildum gefa fólki tækifæri til að ferðast saman þó ekki væri það til útlanda að þessu sinni.

Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Segja má að við séum með tvær vörulínur. Annars vegar ferðir þar sem hugsunin er að leyfa farþegum að kynnast „hinni hliðinni“ á fararstjórunum okkar. Að farið sé á svæði sem fararstjórarnir þekkja sérstaklega eða hafa persónulega tengingu við, jafnvel þeirra heimaslóðir. Hins vegar er um að ræða hálendisferðir þar sem farið er um svæði sem hinn venjulegi fólksbíll á ekkert erindi. Í stuttu máli hafa viðtökurnar verið algerlega framar væntingum og í sumum tilfellum hefur verið nánast rifist um sætin.

Hvernig er staðið að sóttvörnum í ferðunum?
Farið er í hvívetna samkvæmt leiðbeiningum embættis landlæknis og höfum við farið yfir fyrirkomulag ferðanna með fulltrúa frá þeim. Rútufyrirtæki, gististaðir og veitingastaðir þurfa auðvitað að fara eftir þeim leiðbeiningum sem embætti landlæknis gefur hverju sinni. Við veitum farþegunum upplýsingar um þær reglur sem gilda hverju sinni í ferðagögnum og passað er að hópastærðin sé hófleg. Þannig tryggjum við bil á milli farþega í rútum, á þeim stöðum sem stoppað er og á veitingastöðum. Notkun á grímum og spritti er líka orðið öllum tamt eftir liðið ár.

Kemur til greina að fjölga ferðunum þegar líður á sumarið eða færist þá fókusinn á ferðir út í heim?
Við höldum því einmitt opnu að bæta við auka brottförum fyrir vinsælustu innanlandsferðirnar þegar að líður á sumarið. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig ferðasumarið bæði hér heima og erlendis þróast. Fókusinn hjá okkur er nú þegar á haustið og veturinn hvað ferðir út í heim varðar. Úrval ferða á aðventunni hefur t.d. aldrei verið eins mikið hjá okkur enda hefur engin önnur íslensk ferðaskrifstofa skipulagt hópferðir eins lengi á aðventumarkaðina í Mið-Evrópu og við hjá Bændaferðum. Þær ferðir eiga því sérstakan sess í hjarta okkar. Í júní hefjum við svo sölu á skíðagönguferðum næsta árs.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …