Samfélagsmiðlar

Hópferðir fyrir Íslendinga um Ísland hitta í mark

Á meðan beðið er eftir því að ferðir út í heim verði með eðlilegri hætti þá bjóða Bændaferðir upp á sérferðir innanlands.

Úr fyrstu innanlandshópferð Bændaferða í febrúar sl. Hér er hópurinn við kirkjuna í Haukadal.

Bændaferðir hafa lengi verið með á boðstólum fjölbreyttar hópferðir til útlanda. Vegna heimsfaraldursins hafa þær skiljanlega legið niðri og því gefst viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar núna tækifæri á að ferðast saman um eigið land.

Og viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum að sögn Hugrúnar Hannesdóttur hjá Bændaferðum sem svaraði nokkrum spurningum Túrista um gang mála.

Eru þetta nýjung hjá ykkur?
Bændaferðir standa nú í fyrsta sinn fyrir skipulögðum hópferðum um Ísland fyrir Íslendinga. Innan fyrirtækisins er áratuga löng reynsla af skipulagningu hópferða um Ísland fyrir erlenda ferðamenn undir merkjum Hey Iceland. Bændaferðir hafa aftur á móti staðið fyrir hópferðum á erlenda grundu fyrir Íslendinga. Við fundum fyrir því að farþegar okkar hafa saknað þess mikið að geta ekki ferðast með Bændaferðum og þess frábæra félagsskap sem fólk fær í ferðunum. Það voru því í rauninni farþegarnir okkar sem voru aðal hvatinn að skipulagningu Íslandsferðanna. Við vildum gefa fólki tækifæri til að ferðast saman þó ekki væri það til útlanda að þessu sinni.

Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Segja má að við séum með tvær vörulínur. Annars vegar ferðir þar sem hugsunin er að leyfa farþegum að kynnast „hinni hliðinni“ á fararstjórunum okkar. Að farið sé á svæði sem fararstjórarnir þekkja sérstaklega eða hafa persónulega tengingu við, jafnvel þeirra heimaslóðir. Hins vegar er um að ræða hálendisferðir þar sem farið er um svæði sem hinn venjulegi fólksbíll á ekkert erindi. Í stuttu máli hafa viðtökurnar verið algerlega framar væntingum og í sumum tilfellum hefur verið nánast rifist um sætin.

Hvernig er staðið að sóttvörnum í ferðunum?
Farið er í hvívetna samkvæmt leiðbeiningum embættis landlæknis og höfum við farið yfir fyrirkomulag ferðanna með fulltrúa frá þeim. Rútufyrirtæki, gististaðir og veitingastaðir þurfa auðvitað að fara eftir þeim leiðbeiningum sem embætti landlæknis gefur hverju sinni. Við veitum farþegunum upplýsingar um þær reglur sem gilda hverju sinni í ferðagögnum og passað er að hópastærðin sé hófleg. Þannig tryggjum við bil á milli farþega í rútum, á þeim stöðum sem stoppað er og á veitingastöðum. Notkun á grímum og spritti er líka orðið öllum tamt eftir liðið ár.

Kemur til greina að fjölga ferðunum þegar líður á sumarið eða færist þá fókusinn á ferðir út í heim?
Við höldum því einmitt opnu að bæta við auka brottförum fyrir vinsælustu innanlandsferðirnar þegar að líður á sumarið. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig ferðasumarið bæði hér heima og erlendis þróast. Fókusinn hjá okkur er nú þegar á haustið og veturinn hvað ferðir út í heim varðar. Úrval ferða á aðventunni hefur t.d. aldrei verið eins mikið hjá okkur enda hefur engin önnur íslensk ferðaskrifstofa skipulagt hópferðir eins lengi á aðventumarkaðina í Mið-Evrópu og við hjá Bændaferðum. Þær ferðir eiga því sérstakan sess í hjarta okkar. Í júní hefjum við svo sölu á skíðagönguferðum næsta árs.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …