Samfélagsmiðlar

Hópferðir fyrir Íslendinga um Ísland hitta í mark

Á meðan beðið er eftir því að ferðir út í heim verði með eðlilegri hætti þá bjóða Bændaferðir upp á sérferðir innanlands.

Úr fyrstu innanlandshópferð Bændaferða í febrúar sl. Hér er hópurinn við kirkjuna í Haukadal.

Bændaferðir hafa lengi verið með á boðstólum fjölbreyttar hópferðir til útlanda. Vegna heimsfaraldursins hafa þær skiljanlega legið niðri og því gefst viðskiptavinum ferðaskrifstofunnar núna tækifæri á að ferðast saman um eigið land.

Og viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum að sögn Hugrúnar Hannesdóttur hjá Bændaferðum sem svaraði nokkrum spurningum Túrista um gang mála.

Eru þetta nýjung hjá ykkur?
Bændaferðir standa nú í fyrsta sinn fyrir skipulögðum hópferðum um Ísland fyrir Íslendinga. Innan fyrirtækisins er áratuga löng reynsla af skipulagningu hópferða um Ísland fyrir erlenda ferðamenn undir merkjum Hey Iceland. Bændaferðir hafa aftur á móti staðið fyrir hópferðum á erlenda grundu fyrir Íslendinga. Við fundum fyrir því að farþegar okkar hafa saknað þess mikið að geta ekki ferðast með Bændaferðum og þess frábæra félagsskap sem fólk fær í ferðunum. Það voru því í rauninni farþegarnir okkar sem voru aðal hvatinn að skipulagningu Íslandsferðanna. Við vildum gefa fólki tækifæri til að ferðast saman þó ekki væri það til útlanda að þessu sinni.

Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Segja má að við séum með tvær vörulínur. Annars vegar ferðir þar sem hugsunin er að leyfa farþegum að kynnast „hinni hliðinni“ á fararstjórunum okkar. Að farið sé á svæði sem fararstjórarnir þekkja sérstaklega eða hafa persónulega tengingu við, jafnvel þeirra heimaslóðir. Hins vegar er um að ræða hálendisferðir þar sem farið er um svæði sem hinn venjulegi fólksbíll á ekkert erindi. Í stuttu máli hafa viðtökurnar verið algerlega framar væntingum og í sumum tilfellum hefur verið nánast rifist um sætin.

Hvernig er staðið að sóttvörnum í ferðunum?
Farið er í hvívetna samkvæmt leiðbeiningum embættis landlæknis og höfum við farið yfir fyrirkomulag ferðanna með fulltrúa frá þeim. Rútufyrirtæki, gististaðir og veitingastaðir þurfa auðvitað að fara eftir þeim leiðbeiningum sem embætti landlæknis gefur hverju sinni. Við veitum farþegunum upplýsingar um þær reglur sem gilda hverju sinni í ferðagögnum og passað er að hópastærðin sé hófleg. Þannig tryggjum við bil á milli farþega í rútum, á þeim stöðum sem stoppað er og á veitingastöðum. Notkun á grímum og spritti er líka orðið öllum tamt eftir liðið ár.

Kemur til greina að fjölga ferðunum þegar líður á sumarið eða færist þá fókusinn á ferðir út í heim?
Við höldum því einmitt opnu að bæta við auka brottförum fyrir vinsælustu innanlandsferðirnar þegar að líður á sumarið. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvernig ferðasumarið bæði hér heima og erlendis þróast. Fókusinn hjá okkur er nú þegar á haustið og veturinn hvað ferðir út í heim varðar. Úrval ferða á aðventunni hefur t.d. aldrei verið eins mikið hjá okkur enda hefur engin önnur íslensk ferðaskrifstofa skipulagt hópferðir eins lengi á aðventumarkaðina í Mið-Evrópu og við hjá Bændaferðum. Þær ferðir eiga því sérstakan sess í hjarta okkar. Í júní hefjum við svo sölu á skíðagönguferðum næsta árs.

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …