Hraðpróf í stað PCR-prófa

MYND: ISAVIA

Stefnt er að því að hraðpróf verði notuð í stað PCR-prófa í meiri mæli vegna farar frá Íslandi. Þetta á bæði við um íslenska farþega á leið til útlanda og erlenda ferðamenn sem eru á leið frá landinu samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að vinna við þetta fyrirkomulag sé í gangi í heilbrigðisráðuneytinu og verði kynnt innan fárra daga.

Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var svo ákveðið að áður boðað litakóðakerfi á landamærum muni ekki taka gildi. Ástæðan er sú að nú er stefnt að því að aflétta hraðar aðgerðum á landamærum gagnvart öllum löndum, óháð stöðu faraldurs í þeim, þar sem fjöldi bólusettra eykst hröðum skrefum.

Þessar tvær ofantaldar eru ekki þær sem nú verða gerðar á sóttvarnaraðgerðum við landamæri. Því frá og með næstu mánaðamótum verður skyldudvöl í sóttvarnahúsi, vegna komu frá hááhættusvæði, felld úr gildi.

„Það er gert vegna þess að nýgengi smita á landamærum hefur farið stöðugt lækkandi frá því að skyldudvöl á sóttvarnahúsi tók gildi. Þá hefur Evrópuríkjum fækkað á lista yfir hááhættusvæði. Notkun sóttvarnahúsa verður því færð í fyrra horf, þ.e. fyrir einstaklinga sem gert er að sæta sóttkví og eiga ekki samastað á Íslandi eða geta af öðrum sökum ekki eða vilja ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum,“ segir í frétt Stjórnarráðsins.