Play hóf sölu á farmiðum í morgun og félagið mun ekki aðeins keppa við íslenskar ferðaskrifstofur og Icelandair um farþega á leið út í heim. Hið nýja flugfélag skorar nefnilega einnig á hólm fjölda erlendra félaga eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.
Og hörðust verður samkeppni í ferðunum til London því auk Play bjóða fjögur flugfélög upp á ferðir á þeirri leið.