Íslendingar leita oftast að gistingu á Playa de las Américas og Costa Adeje

Við sundlaugarbakka á Tenerife. Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Þeir Íslendingar sem nú horfa til utanlandsferða eru líklegastir til að skipuleggja ferðalag til Gran Canaria eða Tenerife. Á fyrrnefndu eyjunni er það gisting við Amerísku ströndinni sem flestir leita að en Costa Adeje hefur mesta aðdráttaraflið á þeirri síðarnefndu.

Þetta sýna upplýsingar frá Google yfir þær borgir og bæi sem íslenskir notendur leitarsíðunnar slá oftast inn þegar þeir leita sér að gistingu í útlöndum.

Á eftir spænsku strandbæjunum tveimur þá er London þriðji vinsælasti áfangastaðurinn þegar kemur að netleitum Íslendinga í síðastliðnum mánuði.