Samfélagsmiðlar

Íslensku félögin ekki á leið í samkeppni við Wizz Air á næstunni

Það stefnir ekki í að þotur Icelandair og Play taki stefnuna á Pólland.

Wizz Air hefur verið eitt um flugið til Varsjár eftir að Wow air varð gjaldþrota.

Flugsamgöngur milli Íslands og Póllands hafa aukist hratt síðustu ár og fyrir heimsfaraldurinn nam framboðið um tíu þúsund sætum á mánuði. Sá fjöldi skiptist á milli áætlunarferða til fimm pólskra borga. Í öllum tilfellum er ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air eitt á markaðnum.

Síðustu mánuði hefur Wizz air aðeins flogið hingað frá Varsjá en nú eru að bætast við ferðir til áfangastaða í vesturhluta Evrópu. Þar á meðal til London, Mílanó og Vínarborgar en fargjöldin þangað eru töluvert lægri en til Póllands.

Eftirspurnin virðist því áfram vera umtalsverð eftir ferðum milli Íslands og Póllands og megin skýringin á því er líklega sá fjöldi Pólverja sem býr hér á landi.

Icelandair hefur hins vegar látið pólska markaðinn alveg vera. Jafnvel þó vísbendingar séu um að þar gæti félagið ekki aðeins náð í fjölda farþega á leið til Íslands heldur líka fólk á leið yfir til Bandaríkjanna og Kanada. Það sést til að mynda á auknum umsvifum pólska flugfélagsins LOT í Ameríkuflugi.

Spurð hvort von sé á stefnubreytingu hjá Icelandair þá segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að auðvitað sé alltaf verið að vega og meta ýmis tækifæri.

„Hins vegar er aðaláherslan hjá okkur núna á okkar lykilmarkaði og að koma núverandi leiðakerfi aftur í gang,“ bætir Ásdís við.

Hjá Play eru heldur ekki uppi áform um að fljúga til Póllands fyrst um sinn að sögn Birgi Jónssonar, forstjóra félagsins. En hann sjálfur reynslu af að halda úti áætlunarflugi til Póllands í störfum sínum fyrir Iceland Express og Wow air.

Birgir bendir þó á að verðið sé hátt hjá Wizz Air í fluginu til Póllands þannig að ekki sé útilokað að Play blandi sér í bardagann þegar félagið verður komið lengra af stað.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …