Samfélagsmiðlar

Kórónuveirupassi ESB verður að veruleika

Eftir stífa samningalotu nú í vikunni þá náðu aðildarríki Evrópusambandsins loksins samkomulagi í gærkvöld um útfærslu á boðuðum kórónuveirupassa sambandsins. Sá verður hins vegar ekki tilbúinn nú í sumarbyrjun eins og upphaflega var stefnt að.

Frá og með 1. júlí er þó vonast til að Evrópubúar geti hlaðið þessu skilríkjum niður í símana sína og þannig farið með einfaldari hætti á milli landa.

Í þessum rafrænum pössum verður að finna upplýsingar um hvort viðkomandi hafi verið bólusettur eða hafi veikst af Covid-19. Einnig verða í skilríkjunum gögn sem tengjast nýlegum smitprófunum.

Innan ESB hefur ekki verið samstaða um hvort passinn eigi að koma alfarið í stað smitprófanna við landamæri eða ekki. Og niðurstaða samningalotu vikunnar er einskonar millileið. Ríki Evrópusambandsins mega áfram halda í eigin sóttvarnaraðgerðir við landamæri en geta aðeins skikkað fólk í sóttkví ef smitum fjölgar á nýjan leik. Og þau lönd sem kjósa að innleiða strangari reglur verða að tilkynna þær með að lágmarki tveggja sólarhringa fyrirvara.

Þar með er engin trygging fyrir því að fólk sem ferðast milli ríkja ESB og EES í sumar þurfi ekki í sóttkví við komuna til annars lands eða þegar haldið er heim á nýjan leik.

Hluti af samkomulagi gærdagsins snýr svo að niðurgreiðslum á smitprófunum en kostnaður við þau vegur þungt í heildarferðakostnaði fólks þessa dagana. ESB ætlar að leggja fram 100 milljónir evra, um 15 milljarða kr., í niðurgreiðslurnar.

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …