Lengri bið eftir því að flugið nái sér á strik

Mynd: Aman Bhargava / UNSPLASH

Það verður fyrst í lok næsta árs sem traffíkin um evrópska lofthelgi verður komin upp sjötíu prósent af því sem var fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Og biðin eftir algjörum bata mun ná fram til ársins 2025. Þetta er nýtt mat sem Flugleiðsögustofnun Evrópu, Eurocontrol, gaf út í vikunni.

Máli sínu til stuðnings benda sérfræðingar stofnunarinnar á að nú þegar sumarið er handan við hornið þá eru ferðatakmarkanir ennþá í fullu gildi. Sérstaklega á það við um ferðalög á milli heimsálfa og óljóst hvenær þau komast á skrið á ný.