Loftbrú til Portúgals en engin viðbót í Íslandsflugi

Það er ekki að sjá á flugáætlunum að eftirspurn eftir Íslandsferðum frá Bretlandi hafi aukist nú í sumarbyrjun.

MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Bresk stjórnvöld tilkynntu í lok síðustu viku til hvaða tólf landa Englendingar geta ferðast til án þess að þurfa í sóttkví við heimkomuna. Heimastjórn Skotlands staðfesti svo þennan græna lista í gær en hann gildir frá og með næstkomandi mánudegi.

Vinsælir sumaráfangastaðir eins og Spánn, Ítalía og Grikkland eru ekki á listanum og því þurfa Bretar í tíu daga sóttkví þegar þeir snúa heima eftir að hafa dvalið í þessum löndum. Portúgal er hins vegar á græna listanum og síðustu daga hefur framboð á flugi til Lissabon og Faro, í suðurhluta Portúgals, frá Bretlandi margfaldast.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.