Loks jákvæð þróun á Keflavíkurflugvelli

MYND: ISAVIA

Það voru 18.868 farþegar sem áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði eða sexfalt fleiri en í apríl í fyrra. Sá mánuður var nefnilega fyrsti heili mánuðurinn þar sem áhrifa Covid-19 gætti og þá voru farþegarnar rétt um þrjú þúsund í flugstöðinni.

Ef borið er saman við árið 2019 er niðursveiflan aftur á móti gríðarleg eins og sjá á á grafinu hér fyrir neðan. Í apríl það ár voru farþegarnir nærri hálf milljón en höfðu reyndar verið um 650 þúsund í apríl 2018. Skýringin þessum samdrætti liggur í gjaldþroti Wow air í lok mars 2019.