Nú er hægt að bóka flug hjá Play

Sala á farmiðum hjá Play hófst nú í morgun og er félagið með að boðstólum flug til sjö áfangastaða í Evrópu. Til London, Kaupmannahafnar, Berlínar, Parísar, Barcelona, Alicante og Tenerife. Fyrsta áætlunarflug félagsins er á dagskrá þann 24. júní til Stansted flugvallar í London og þeir sem eru fljótir að bóka fá farið frítt.

Í bókunarvél félagsins eru nefnilega eitt þúsund ókeypis sæti líkt og lofað var þegar hulunni var svipt af vörumerki Play í nóvember 2019.

Farþegar sem vilja hafa með sér stærri tösku en komast undir sætin í farangursrýminu verða að borga aukalega 3.100 krónur fyrir hefðbundnar handfarangurstöskur og 3.900 fyrir innritaðar töskur.

Val á sæti kostar allt að 4.200 krónur á hvern fluglegg.

Hér geta áskrifendur Túrista séð hvernig brottfarir Play dreifast á milli vikudaga.