Nýir framtakssjóðir hentugri fyrir fjárfestingu í ferðaþjónustu

Lífeyrissjóðir hafa komið að fjárfestingum í ferðaþjónustu í gegnum ýmis konar fjárfestingasjóði. Nokkir nýir hafa verið stofnaðir að undanförnu.

Fjárfestingageta nýrra framtakssjóða hleypur á tugum milljarða króna. Fjárfestingakostir í ferðaþjónustu verða vafalítið til skoðunar hjá sjóðunum að mati forsvarsfólks LSR. Mynd: Guus Baggermans / Unsplash

Nýverið lögðu Samtök ferðaþjónustunnar fram tillögur sínar að viðspyrnu greinarinnar nú þegar Covid-19 heimsfaraldurinn er í rénum. Meðal þess sem forsvarsfólk ferðaþjónustunnar leggur til er að stofnaður verði sérstakur fjárfestingasjóður, með þátttöku lífeyrissjóða, sem hafi það að markmiði að bæta eiginfjárstöðu lífvænlegra fyrirtækja. 

Túristi leitaði álits þriggja stórra lífeyrissjóða á hugmyndinni.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.