Samfélagsmiðlar

Nýir framtakssjóðir hentugri fyrir fjárfestingu í ferðaþjónustu

Lífeyrissjóðir hafa komið að fjárfestingum í ferðaþjónustu í gegnum ýmis konar fjárfestingasjóði. Nokkir nýir hafa verið stofnaðir að undanförnu.

Fjárfestingageta nýrra framtakssjóða hleypur á tugum milljarða króna. Fjárfestingakostir í ferðaþjónustu verða vafalítið til skoðunar hjá sjóðunum að mati forsvarsfólks LSR.

Nýverið lögðu Samtök ferðaþjónustunnar fram tillögur sínar að viðspyrnu greinarinnar nú þegar Covid-19 heimsfaraldurinn er í rénum. Meðal þess sem forsvarsfólk ferðaþjónustunnar leggur til er að stofnaður verði sérstakur fjárfestingasjóður, með þátttöku lífeyrissjóða, sem hafi það að markmiði að bæta eiginfjárstöðu lífvænlegra fyrirtækja. 

Túristi leitaði álits þriggja stórra lífeyrissjóða á hugmyndinni.

Í svari Gildis er bent á að lífeyrissjóðurinn sé nú þegar hluthafi í nokkrum framtaks- og nýsköpunarsjóðum sem hafa heimildir til fjárfestinga í fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

„Sumir þessara sjóða eru nýlega stofnaðir og hafa því umtalsverða fjárfestingagetu. Við sjáum því í raun ekki tilefni til að stofnaður verði sérstakur sjóður með áherslu á fjárfestingar í ferðaþjónustu,“ segir í svari Gildis.

Þegar spurt er hvort lífeyrissjóðurinn sé opinn fyrir auknum fjárfestingu í ferðaþjónustu þá er svarið jákvætt. „Við skoðum öll áhugaverð tækifæri með opnum hug, hvort sem þau eru í ferðaþjónustu eða öðrum atvinnugreinum. Aðkoma Gildis að slíkum fjárfestingum er þó oft á tíðum í gegnum framtakssjóði sem Gildi er hluthafi í. Það er ekki nema fjárfestingartækifærin séu þeim mun stærri að við eigum beina aðkomu að fjárfestingu í þeim,“ segir í svari Gildis.

Segja má að LSR sé á sömu nótum því forsvarsfólk þess sjóðs vísar líka til nýrra innlendra framtakssjóða þegar kemur að fjárfestingum í ferðaþjónustufyrirtækjum.

„LSR mun taka þátt í nýjum innlendum framtakssjóðum frá Stefni, Kviku og VEX og er að skoða aðkomu að nýjum sjóði hjá Landsbréfum. Samanlögð fjárfestingargeta þessara sjóða verður rúmlega 50 milljarðar króna og þar munu án efa verða skoðaðir fjárfestingarkostir í ferðaþjónustu, enda mun það áfram verða einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar. Hjá LSR hefur ekki sérstaklega verið skoðað að taka þátt í sérstökum fjárfestingarsjóði ferðaþjónustunnar og ekki hægt að segja til um mögulega aðkomu að slíkum sjóði núna.“

Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fengust þau svör, um mögulega þátttöku í sérstökum ferðaþjónustusjóði, að í hvert sinn sem óskað er eftir að sjóðurinn fjárfesti í nýjum verkefnum þá fari erindi ákveðna faglega leið.

Þar er einkum horft til mögulegrar arðsemi fjárfestingarinnar og öryggis hennar. Einnig er í vaxandi mæli horft til svonefndra UFS þátta, þ.e. umhverfis- og félagslegraþátta og stjórnarhátta.

Í svari Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er jafnframt bent á að auk 2,3 prósent hlutar í Icelandair þá hafi sjóðurinn með óbeinu hætti fjárfest í fjölda ferðaþjónustufyrirtækja eða verkefna sem tengist greininni.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …