Nýtt flugfélag hefur miðasölu og annað hættir

Flyr er nýtt norska flugfélag sem stefnir á að fljúga sína fyrstu ferð þann 30. júní. Tölvuteikning: Flyr

Nú í heimsfaraldrinum hefur markaðurinn fyrir flug milli norskra borga og bæja dregist minna saman en flugumferð almennt. Skýringin liggur meðal annars í takmörkuðum lestarsamgöngur í þessu langa landi.

Af þessum sökum setti ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air innanlandsflug í Noregi á dagskrá. Sú útgerð mætti þó mikilli mótstöðu í Noregi í ljósi þess að félagið vill ekkert með stéttarfélög hafa. Félagið réði því ekki norskar áhafnar heldur notaði flugmenn og flugfreyjur frá Póllandi í flug milli Óslóar og Þrándheims og fleiri norska borga.

Nú sér fyrir endann á þessari stuttu tilraun Wizz Air því félagið ætlar að hætta að fljúga innanlands í Noregi eftir tvær vikur. Þetta staðfesti talsmaður félagsins nú um helgina.

Og nú í morgun hófst miðasala hjá hinum nýstofnaða flugfélagið Flyr. Það félag ætlar að mestu að einbeita sér að innanlandsflugi í Noregi en einnig fljúga til vinsælla sólarstaða, til dæmis til Alicante.