Samfélagsmiðlar

Ósammála um aðkomu Flugfreyjufélagsins að fundi ASÍ og Play

Síðust daga hafa birst mismunandi útreikningar á launum og kjörum flugfreyja og -þjóna hjá Play. ASÍ telur launin vera lægri en stjórnendur flugfélagsins halda fram.

Það var seinnipartinn á miðvikudag sem miðstjórn Alþýðusambands Íslands hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play vegna kjarasamnings fyrirtækisins við Íslenska flugstéttafélagið. Nokkrum klukkustundum síðar sendi Play frá tilkynningu þar sem ASÍ var sakað um annarlegan áróður með yfirlýsingu sinni.

Deilendur hafa í framhaldinu sent frá sér fleiri tilkynningar og gagnrýnt málatilbúnað hvors annars í fjölmiðlum.

Það hefur hins vegar ekki tekist að fá forsvarsfólk Play og ASÍ til að setjast niður og ræða stöðuna. Ástæðan er sú að ekki ríkir samstaða um aðkomu Flugfreyjufélagsins að þess háttar fundi.

„Við óskuðum eftir fundi með Play en þeir kröfðust þess að ráða því hverjir sætu fundinn. Það er ekki í boði og eðlilega vildum við hafa okkar helstu sérfræðinga með sem eru í Flugfreyjufélagi Íslands (FFÍ). Ég hefði heldur aldrei lýst yfir trúnaði um efni fundarins gagnvart FFÍ,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í svari til Túrista um þennan hluta deilunnar.

Málið horfir hins vegar öðruvísi við stjórnendum Play sem segja að þeir telji óeðlilegt að fulltrúi Flugfreyjufélagsins mæti á fundi hjá flugfélaginu þar sem ekkert samningssamband sé milli þess og Play. FFÍ eigi því enga aðild að fundinum að þeirra mati.

„Play hefur boðið Drífu og lögfræðingi ASÍ að hitta sig síðan um mitt síðasta sumar. Sérfræðingar hafa þegar staðfest að kjarasamningur Play er í samræmi við kjör á íslenskum vinnumarkaði í tengslum við áreiðanleikakannanir vegna hlutafjárútboðs félagsins. Að fá sérfræðing FFÍ, sem er félag innan ASÍ og á í samkeppni við annað stéttarfélag utan þess, á fund með Play, sem hefur samið við stéttarfélagið utan ASÍ, er í hæsta máta óeðlilegt og auðvitað aðför að Íslenska flugstéttafélaginu. ASÍ hefur nýtt þetta sem fyrirslátt að okkar mati enda eru líkur á að það vaki ekkert annað fyrir ASÍ en að þvinga Play til samninga við Flugfreyjufélagið. ASÍ hefur krafist þess að fá staðfestingu á kaupum og kjörum, það hefur ekki staðið á Play að veita þær upplýsingar á fundi sem Drífu hefur staðið til boða síðan um mitt síðasta sumar. Þetta getur Halldór Benjamín [Þorbergsson], framkvæmdastjóri SA, staðfest,“ segir í svari Play við fyrirspurn Túrista.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …