Hjá lágfargjaldaflugfélögum skiptir það almennt ekki máli hvort þú bókar farmiða aðra leiðina eða báðar. Verðið er það sama hvort sem heimferðin er keypt með eða ekki. Mörg hefðbundin flugfélög hafa fylgt þessu fordæmi og fellt niður viðbótarálag á staka farmiða. Það hefur Icelandair ekki gert og Play hefur valið að fara sömu leið og íslenski keppinauturinn.