Nú í vetur hefur áætlunarflug ungverska flugfélagsins Wizz Air til Íslands takmarkast við ferðir frá Varsjá. Flugfélagið setur aftur á móti stefnuna á að hefja á ný flug hingað frá tíu öðrum evrópskum borgum í sumar. Þar af eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna eins og London, Mílanó og Vín.