Ryanair tapaði 123 milljörðum króna

Stjórnendur írska flugfélagsins birtu uppgjör sitt í morgun fyrir síðasta reikningsár.

Ísland er eitt fárra landa í Evrópu sem þotur Ryanair fljúga ekki til. MYND: RYANAIR

Stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu hefur líkt keppinautarnir orðið fyrir miklum áföllum vegna heimsfaraldursins síðustu misseri. Og til marks um það þá tapaði félagið 815 milljónum evra á síðasta reikningsári en því lauk nú í lok mars.

Félagið þurfti á þessu tímabili að fella niður um átta af hverjum tíu brottförum og farþegafjöldinn var rétt um 28 milljónir en hafði verið 149 milljónir árið áður samkvæmt frétt Reuters.

Á yfirstandandi reikningsári gera stjórnendur Ryanair ráð fyrir að félagið fljúga með á bilinu 80 til 120 milljónir farþega.