SAS þarf aukið fé

MYND: SAS

Stærstu hluthafar SAS, með danska og sænska ríkið í broddi fylkingar, hafa gefið stjórnendum flugfélagsins heimild til að draga á lánalínu upp á þrjá milljarða sænskra króna. Sú upphæð nemur nærri 45 milljörðum íslenskra króna.

Í tilkynningu frá SAS segir að aukin fjárþörf skrifist á yfirstandandi kórónuveirufaraldur sem dregið hefur mjög úr eftirspurn eftir ferðalögum yfir langt tímabil. Eins sé erfitt sé að ráða í þróun mála nú þegar hin mikilvæga sumarvertíð er framundan. Reynsla SAS er nefnilega sú að neytendur bóka nú í auknum mæli með stuttum fyrirvara.

Sá fyrirvari er gerður við lánveitinguna að hún standist allar reglur Evrópusambandsins hvað varðar enn frekari opinberan stuðning við rekstur SAS.