John F. Thomas hefur setið í stjórn Icelandair Group frá því í febrúar í fyrra. Samhliða störfum sínum þar rekur hann leiguflugfélagið Waltzing Matilda í Boston. Nú stefnir Thomas á aukin umsvif með stofnun flugfélags sem býður upp á áætlunarflug frá Kanada til Bandaríkjanna.