Tóku 200 milljón króna tilboði frá Verkfræðistofu Suðurnesja

Frá vinstri – Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, á framkvæmdasvæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. MYND: ISAVIA

Isavia undirritaði í gær samning við Verkfræðistofu Suðurnesja um framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf vegna nýrrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þrjú tilboð bárust í verkið og það lægsta frá Verkfræðistofu Suðurnesja en það hljóðaði upp á 200 milljónir króna samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og sú viðmesta er fyrirhuguð stækkun austurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

„Mörg hundruð ný störf verða til í sumar í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið á síðustu mánuðum með útboðum og verðkönnunum,“ segir í tilkynningu frá Isavia.