Viðskiptavinum Allianz í Bandaríkjunum stendur til boða trygging sem bætir þeim hugsanlegt tjón sem rekja má til rekstrarerfiðleika ferðaskrifstofa eða flugfélaga sem þeir hafa keypt ferðir af.
Tryggingafélagið birtir reglulega lista yfir þau fyrirtæki sem tryggingin nær til og er hann meðal annars notaður af ferðaskrifstofum vestanhafs til að meta áhættuna af því að versla við tiltekin fyrirtæki.