Umframeftirspurn eftir hlutabréfum Norwegian

Þrátt fyrir neikvæða afkomu síðustu ár og skakkaföll þá eru fjárfestar ennþá reiðubúnir til að leggja fé í rekstur Norwegian.

MYND: NORWEGIAN

Enn einu hlutafjárútboðinu hjá Norwegian lauk fyrir helgi og þar söfnuðust 6 milljarðar norskra króna. Það jafngildir um 91 milljarðri íslenskra króna en félagið hefur ítrekað þurft að leita eftir meira fé hjá hluthöfum og fjárfestum síðustu ár.

Rekstrarerfiðleikar flugfélagsins eiga sér nefnilega mun lengri sögu en Covid-19 en í því samhengi má hafa í huga að félagið hefur verið mjög óheppið með þær flugvélar sem keyptar hafa verið af Boeing. Hreyflarnir á hinum langdrægu Dreamliner þotum hafa verið til vandræða og svo voru MAX þoturnar kyrrsettar í nærri tvö ár.

Það voru sex svokallaðir kjölfestufjárfestar sem keyptu um helming af því hlutafé sem boðið var í útboðinu í síðust viku. Og í þeim hópi eru norska fjármálastofnanir en líka fjárfestingafélög sem tengjast forríkum norskum fjölskyldum.

Norwegian áformar að hefja flug til Íslands á ný í næsta mánuði en núna aðeins frá Ósló. Starfsstöðvum Norwegian hefur verið lokað en stjórnendur Norwegian segja ekki útiloka að reksturinn á flugvellinum á Alicante verði settur í gang á ný á næsta ári.

Hvort það verði til þess að félagið hefja Íslandsflug á ný frá Spáni á eftir að koma í ljós.