30 þúsund ferðamenn með Icelandair í júní

MYND: ICELANDAIR / SIGURJÓN RAGNAR

Það voru nærri tvöfalt fleiri sem nýttu sér áætlunarflug Icelandair frá Keflavíkurflugvelli í maí en í mánuðinum á undan. Samtals 22 þúsund farþegar.

Nú í júní bætast svo við áætlun félagsins fleiri áfangastaðir og gerir forstjóri þess, Bogi Nils Bogason, ráð fyrir að yfir 30 þúsund ferðamenn fljúgi til Íslands meða Icelandair í mánuðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Til samanburðar þá komu til Íslands sex þúsund erlendir ferðamenn í júní fyrra.

Farþegum í innanlandsflugi Icelandair fjölgaði um helming í maí í samanburði við apríl sl. Voru þeir um 18 þúsund og í heildina flaug Icelandair því um 40 þúsund farþega í maí.