Annar hver ferðamaður frá Bandaríkjunum

Að jafnaði flugu tæplega fimm hundruð farþegar á dag frá Keflavíkurflugvelli í nýliðnum maí. MYND: ISAVIA

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 14.390 í nýliðnum maímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Þetta er fjórtán sinnum fleiri farþegar en flugu frá Íslandi í maí í fyrra.

Langflestir voru ferðamennirnir frá Bandaríkjunum eða 7.490 talsins. Þar á eftir komu Pólverjar (1.316), Þjóðverjar (935) og íbúar Eystrarsaltsríkjanna (735).

Brottfarir erlendra farþega hafa ekki farið yfir tíu þúsund í einum mánuði síðan í september 2020 eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.