Ástandið á evrópskum baðströndum oftast gott

MYND: FERÐAMÁLARÁÐ KANARÍEYJA

Nú þegar fólk fer að fjölmenna á sólarstrendur á nýjan leik þá hefur umhverfisstofnun Evrópusambandsins birt lista sinn yfir hreinustu strendurnar í hverju landi fyrir sig. Og niðurstaðan er sú að 83 prósent baðstranda í Evrópu fá „framúrskarandi“ einkunn.

Þar er reyndar byggt á stöðunni eins og hún var síðastliðið sumar en horft er til hreinlætis á baðströndinni sjálfri og hversu hreinn sjórinn eða vatnið er.

Í skýrslu umhverfisstofnunar ESB er að finna úttekt fyrir hvert land fyrir sig og góðu fréttirnir fyrir sólþyrsta Íslendinga er að nærri níu af hverjum tíu ströndum á Spáni fá toppeinkunn.

Hér má sjá hver niðurstaðan er fyrir hvert land fyrir sig.