Bæta við þriðju flugleiðinni milli Íslands og Ítalíu

Horft yfir Napólí. Mynd: Danilo D'Agostino / Unsplash

Síðastliðið sumar hóf Wizz Air að fljúga til Íslands frá ítölsku borginni Mílanó og viðtökurnar voru það góðar að félagið þurfti að bæta við ferðum í lok sumars.

Nú sumarbyrjun tilkynnti félagið svo um Íslandsflug frá Róm og nú í kvöld bættist við áætlunarflug milli Keflavíkurflugvallar og Napólí.

Jómfrúarferðin er á dagskrá föstudaginn 17. september og einnig verða í boði ferðir á mánudögum. Þetta er í fyrsta sinn sem flogið verður beint frá Keflavíkurflugvelli til Napólí.

LESTU LÍKA: Ítölsku ferðamennirnir komu þrátt fyrir allt