Samfélagsmiðlar

Breyta joggingbuxum ferðamanna í gönguskó

Nýrri herferð Íslandsstofu er fylgt úr hlaði með frumsömdu lagi tónlistarmannsins Ásgeirs Orra
Ásgeirssonar - Sweatpant Boots – í flutningi rapparans Rögnu Kjartansdóttur sem er
einnig þekkt sem Cell 7.

Notkun á joggingbuxum jókst í heimsfaraldrinum þegar fólk þurfti að halda sig heima og nú eru ferðamenn hvattir til að taka með sér heimsfaraldursklæðin, umbreyta þeim gönguskó og halda á vit ævintýranna á Íslandi.

Skórnir verða handgerðir og fáanlegir í takmörkuðu upplagi gegn því að mæta á staðinn og framvísa flugmiða til Íslands og notuðum joggingbuxum. Skórnir eru unnir í samstarfi við fatahönnuðinn Ýr Þrastardóttur að æví fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að fékk tækifæri til þess að máta fyrsta parið af joggingbuxnaskónum. „Senn sér fyrir endann á veiruvetri. Senn lýkur hvers kyns hömlum á daglegt líf. Þá getum við ferðast á ný og tekið á móti gestum að utan. Það er mikið gleðiefni að geta aftur boðið ferðalöngum að sækja okkur heim og njóta alls þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða,“ segir forsetinn í tilkynningu Íslandsstofu.

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þar jafnframt að nú fari spennandi tímar í hönd í íslenskri ferðaþjónustu.

„Við höfum orðið vör við mikinn áhuga ferðamanna á Íslandi að undanförnu. Við höfum haft ákveðið forskot þar sem Ísland var á undan flestum öðrum löndum að létta ferðatakmörkunum, en það er ljóst að mjög hörð samkeppni um ferðamenn er fram undan. Við munum þurfa vinna markvisst að því að ferðamenn velji Ísland sem sinn fyrsta áfangastað eftir heimsfaraldurinn,” segir Sigríður Dögg.

Herferðin stendur í 11 vikur, en megin áhersla verður lögð á Bandaríkin, Kanada, Bretland, Þýskaland, Frakkland, Danmörku og Svíþjóð.

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …