Ennþá mikill kynjahalli í forstjórahópnum í fluginu

Það eru fá flugfélög með konur sem forstjóra þrátt fyrir nýráðningar í ár. Mynd: Aman Bhargava / UNSPLASH

Nú í ár hafa þrjú stór flugfélög ráðið konur sem forstjóra og þar með sitja í dag tvöfalt fleiri konur á forstjórarstóli í fluggeiranum en á sama tíma í fyrra. Þá voru nefnilega 97 af hundrað stærstu flugfélögum heims með karlkyns forstjóra samkvæmt úttekt Flight Global.

Flugfélögin sem nú eru með konur í brúnni eru Aer Lingus, TAP, Air France, Air Transat, VietJet Air og Virgin Australia. Það síðastnefnda er í eigu Bain Capital en sá sjóður hefur gert tilboð um kaup á nærri 17 prósent hlut í Icelandair. Samhliða kaupum sjóðsins á Virgin Australia í fyrra urðu forstjóraskipi þar sem kona tók við af karli.

Þess má geta að í framkvæmdastjórn Icelandair sitja í dag sex karlar og tvær konur og í sex manna framkvæmdastjórn Play eru tvær konur. Forstjórar flugfélaganna tveggja eru karlar og líka stjórnarformennirnir.