Samfélagsmiðlar

Eyddu hlutfallslega minna í gistingu og veitingar

Um helmingur ferðamanna á Íslandi í maí kom frá Bandaríkjunum. Það gæti skýrt að hluta kortaveltuna í maí og skiptingu milli flokka.

Neysla ferðamanna í maí var óvenju mikil í maí.

Þeir ferðamenn sem dvöldu á landinu í maí eyddu að jafnaði mun meiru en venja er. Erlend kortavelta nam um 5,6 milljörðum króna í maí samkvæmt úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Þegar erlendu kortanotkuninni í maí er skipt niður í flokka þá kemur í ljós að hlutfallslega fór mun minna af kortaveltunnu í maí í kaup á gistingu. Sá flokkur stendur vanalega undir fjórðungi af veltunni en núna var hlutfallið rétt fjórtán prósent.

Gistináttatölur Hagstofunnar fyrir maí liggja ekki fyrir og þær munu varpa betra ljósi á þróun í fjölda gistinátta á hvern og einn ferðamann. Skýringin á minni útgjöldum í gistingu gæti þó frekar legið í lægra verði á hótelum í stað færri gistinótta.

Kaupa meira af afþreyingu

Veitingastaðir greiðslukort voru notuð þeir hlutfallslega minna af veitingum en áður en mun meiri af því sem flokkast sem „önnur ferðaþjónusta“ í úttekt Rannsóknarsetur verslunarinnar. Kaup á ferðatengdri afþreyingu heyrir undir þennan flokk.

Útgjöld í bílaleigubíla voru hærri en áður sem er vísbending um að færri hafa nýtt sér hópaferðir sem er í takt við það sem spáð var að fólk myndi vilja ferðast meira á eigin vegum nú á tímaum Covid-19.

Þeir ferðamenn sem voru á Íslandi í maí eyddu líka meiru í verslun en alla jafna. Mest í dagvöruverslun sem fyrr en minna í minjagripabúðum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Veruleg aukning í meðaleyðslu

Það flugu rétt um 14.400 erlendir ferðamenn frá Íslandi maí. Ef allri kortaveltunni er deilt á þennan fjölda þá kemur í ljós að hver og einn þeirra eyddi að jafnaði 388 þúsund kr. Til samanburðar var kortanotkunin 146 þúsund á hvern ferðamann í maí 2019. Munurinn er því gríðarlegur og vert að fylgjast með hvort þessi þróun haldi áfram nú í sumar.

Skýringin á þessari þróun gæti að einhverju leyti legið í lengri dvalartíma og auknu vægi bandaríska ferðamanna. Þeir eyða vanalega nokkru meiru en flestar aðrar þjóðir.

Aftur á móti skekkir notkun Íslendinga á Apple pay eða erlendum greiðsluþjónustum ekki tölurnar samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

„Gögn okkar um kortaveltu innihalda allar færslur sem fara í gegnum posa og vefverslanir fyrirtækja sem versla við íslenska færsluhirða að undanskildum Pei og Síminn Pay,“ segir jafnframt í svarinu.

Hafa ber í huga að greiðslur Íslendinga með erlendum greiðslukortum teljast skiljanlega sem erlend kortavelta. Þetta á t.d. við um Íslendinga búsetta út í heimi sem eru á ferð á Íslandi. Þeir flokkast hins vegar ekki sem ferðamenn þegar þeir fara frá landinu.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …