Fjármögnuðu nýleg flugvélaviðskipti Icelandair

Bain Capital Credit verður langstærsti hluthafi Icelandair og jafnframt einn af kröfuhöfunum.

Til stendur að breyta tveimur Boeing 767 þotum Icelandair í fraktflugvélar. TÖLVUTEIKNING: ICELANDAIR CARGO

Tveimur Boeing 767 þotum Icelandair verður breytt í fraktflugvélar næsta vor líkt og tilkynnt var í mars sl. Í tengslum við þessar breytingar voru þoturnar tvær seldar til bandarísku flugvélaleigunnar Titan Aircraft Investments og Icelandair Group leigir þær svo tilbaka.

Leigusamningurinn er til tíu ára en baki Titan Aircraft Investments stendur lánasjóðurinn Bain Capital Credit. Sá sjóður tilheyrir Bain Capital sem nú hefur gert samkomulag um að greiða 8,1 milljarð króna fyrir nýtt hlutafé í Icelandair Group.

Hversu mikið Titan Aircraft Investments greiddi fyrir breiðþoturnar tvær í mars var ekki gefið upp né heldur hver skuldbinding Icelandair er mikil gagnvart flugvélaleigunni. Í tilkynningu Icelandair sagði aðeins að viðskiptin hefðu jákvæð áhrif á lausafjárstöðu Icelandair Group.

VILTU FÁ FULLAN AÐGANG AÐ TÚRISTA Í SUMAR? NÚ FÆRÐU TVEGGJA MÁNAÐA ÁSKRIFT Á AÐEINS 2000 KR. MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA AFSLÁTTARKÓÐAN „SUMAR” ÞEGAR GENGIÐ ER FRÁ PÖNTUN HÉR.
Í KJÖLFARIÐ 2.250 KR. Á MÁNUÐI EN ENGIN BINDING.