Flugrekstrarhandbækur finnast ekki hjá þrotabúinu

Frá afhendingu flugrekstrarumsóknar WOW air í apríl árið 2013. MYNDIR: WOW AIR og Isavia

Hluti þess sem fyrirtæki Michele Ballarin, USAerospace Partners Inc., keypti úr þrotabúi Wow Air voru flugrekstrarbækur félagsins. Þar á meðal þjálfunarhandbók, viðhaldshandbók, gæðahandbók og öryggishandbók. Nú fyllyrði kaupandinn að þessar bækur séu ekki í þeim gögnum sem þrotabúið afhenti samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag. Þær finnast ekki heldur í þrotabúinu sjálfu.

Af þeim sökum hefur lögmaður Michele Ballarin óskað eftir vitnaskýrslum af ellefu manns sem tengdust Wow Air til að leita sönnunar um hvar flugrekstrarhandbækur félagsins enduðu. Meðal þeirra eru Arnar Már Magnússon, Sveinn Ingi Steinþórsson og Þóroddur Þóroddsson, þrír af stofnendum Play, áður WAB.

Það var í apríl 2013 sem Wow Air lagði inn 7500 blaðsíðna umsókn sína um flugrekstrarleyfi og fékk félagið flugrekstrarleyfi hálfu ári síðar. Forsvarsmenn WAB, nú Play, skiluðu sinni umsókn um flugrekstrarleyfi í júlí árið 2019 en þá voru rúmir þrír mánuðir liðnir frá gjaldþroti Wow Air.

VILTU FÁ FULLAN AÐGANG AÐ TÚRISTA Í SUMAR? NÚ FÆRÐU TVEGGJA MÁNAÐA ÁSKRIFT Á AÐEINS 2000 KR. MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA AFSLÁTTARKÓÐAN „SUMAR” ÞEGAR GENGIÐ ER FRÁ PÖNTUN HÉR.
Í KJÖLFARIÐ 2.250 KR. Á MÁNUÐI EN ENGIN BINDING.