Gengi Icelandair rýkur upp

MYND: ICELANDAIR / SIGURJÓN RAGNAR

Seint í gærkvöld var tilkynnt um kaup fjárfestingasjóðsins Bain Capital á 16,6 prósent hlut í Icelandair Group á genginu 1,43. Um er að ræða nýtt hlutafé sem Bain Capital greiðir 8,1 milljarð króna fyrir.

Ljóst er að fjárfestar taka þessum tíðindum vel því við opnun Kauphallarinnar í dag stóð gengi bréfa Icelandair í 1,69 krónum á hvern hlut. Hækkunin nemur nærri sextán prósentum frá lokagengi gærdagsins.

Fjárfesting Bain Capital í Icelandair Group eru háð því að núverandi hluthafar samþykki hlutafjáraukninguna.

VILTU FÁ FULLAN AÐGANG AÐ TÚRISTA Í SUMAR? NÚ FÆRÐU TVEGGJA MÁNAÐA ÁSKRIFT Á AÐEINS 2000 KR. MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA AFSLÁTTARKÓÐAN „SUMAR” ÞEGAR GENGIÐ ER FRÁ PÖNTUN HÉR.
Í KJÖLFARIÐ 2.250 KR. Á MÁNUÐI EN ENGIN BINDING.