Icelandair hleypir Play á undan sér til Barcelona

Frá Barceloneta ströndinn í Barcelona. Mynd: Lucrezia Carnelos / Unsplash

Ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu, Barcelona, hefur ekki skipað stóran sess í leiðakerfi Icelandair. Þau sumur sem félagið hefur flogið til borgarinnar hafa umsvifin takmarkst við eina brottför í viku. Á sama tíma hafa flugfélög eins og Vueling, Norwegian og Wow Air haldið úti tíðum ferðum til Barcelona frá Keflavíkurflugvelli og sum allt árið um kring.

Nú í mars tilkynnti Icelandair að stefnt væri á áætlunarflug til spænsku borgarinnar á nýjan leik en þangað hafa þotur félagsins ekki flogið síðan í lok sumars 2017.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.