Íslendingar þénuðu mest en margir skulda Skattinum

MYND: AIRBNB

Grunur er uppi um stórfelld skattalagabrot Íslendinga samkvæmt gögnum frá Airbnb sem skattrannsóknarstjóri fékk afhent frá Írlandi í fyrra.

Brotin munu vera það alvarleg að sektir eða fangelsisdómur gætu legið við þeim samkvæmt Fréttablaðinu í dag. Þar segir að tekjur sem leigusalar hafi ekki gefið upp á skattframtölum geti numið tugum milljóna króna.

Gögnin sem Skattrannsóknarstjóri vinnur úr ná til greiðslna Airbnb til Íslands á árunum 2015 til 2018.

En árið 2017 voru Íslendingar sú þjóð sem þénaði mest allra á útleigu í gegnum bandarísku gistimiðlunina. Þá voru tekjur hins hefðbundna leigusala rúmlega 1,2 milljónir króna sem var margfalt hærri upphæð en hjá frændþjóðunum.

Yfirlitið sem Airbnb birti árið 2017, yfir tekjur eftir þjóðum, var í raun einstakt því fyrirtækið hefur ekki opinberað álíka upplýsingar hvort fyrr en síðar.