Kanarí komið á kortið hjá Play

MYND: PLAY

Nýverið bætti Play austurrísku borginni Salzburg við vetraráætlun sína og nú í dag hóf félagið sölu á flugi til Gran Canaria eða Kanarí eins og eyjan er almennt kölluð hér á landi.

Fyrsta ferðin þangað er á dagskrá 22. desember og flogið á miðvikudögum fram á næsta vor.

Kanarí verður þriðji áfangastaður Play á Spáni því flugáætlun félagsins gerir einnig ráð fyrir ferðum til Barcelona og Tenerife.

VILTU FÁ FULLAN AÐGANG AÐ TÚRISTA Í SUMAR? NÚ FÆRÐU TVEGGJA MÁNAÐA ÁSKRIFT Á AÐEINS 2000 KR. MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA AFSLÁTTARKÓÐAN „SUMAR” ÞEGAR GENGIÐ ER FRÁ PÖNTUN HÉR.
Í KJÖLFARIÐ 2.250 KR. Á MÁNUÐI EN ENGIN BINDING.