Keflavíkurflugvöllur einn af tíu

Þotur Delta við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. MYND: ISAVIA

Ennþá fá erlendir ferðamenn ekki að fara yfir bandarísk landamæri en aftur á móti eru fleiri ríki tilbúin til að taka við bólusettum Bandaríkjamönnum.

Nýjasta viðbótin við þann lista er Frakkland sem opnar sín landamærli á miðvikudaginn. Af þesim sökum hefur Delta flugfélagið bætt við ferðum til Frakklands og munu þotur félagsins nú fljúga til Parísar frá fimm bandarískum borgum.

Einnig verður þráðurinn tekinn upp í ferðum milli New York og Nice.

Með þessum viðbótum þá eru tíu evrópskir flugvellir á sumaráætlun Delta og eini fulltrúi Norðurlandanna á þeim lista er Keflavíkurflugvöllur. En hingað fljúga þotur Delta daglega frá New York, Boston og Minneapolis.