Samfélagsmiðlar

Leggja Icelandair til nýtt hlutafé

Frá vinstri: Matthew Evans, framkvæmdastjóri Bain Capital Credit, Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Bain Capital hefur gert bindandi áskriftarsamning um kaup á 16,6 prósent hlut í Icelandair Group. Um er að ræða nýja hluti og fyrir þá greiðir sjóðurinn 8,1 milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Til samanburðar fékk Icelandair inn 23 milljarða króna í hlutafjárútboði sínu sl. haust.

Fjárfesting Bain Capital Credit er gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar því núverandi hluthafar verða að falla frá forgangsrétti að nýjum hlutum í flugfélaginu. Haldinn verður fundur með hluthöfum þann 23. júlí nk.

Gangi viðskiptin í gegn fær Bain Capital fulltrúa í stjórn Icelandair og mun þá Úlfar Steindórsson stíga til hliðar sem stjórnarmaður í félaginu en hann hefur stjórnarformaður frá árinu 2017.

Til viðbótar við hið nýja hlutafé þá fær Bain Capital áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara fjórðungi af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út.

Í tilkynningu Icelandair segir að hlutafjáraukningin mun styrkja fjárhagsstöðu Icelandair Group enn frekar og auka fjárhagslegt bolmagn félagsins til að nýta þau tækifæri sem munu skapast í þeirri fordæmalausu stöðu sem nú er uppi á flugmörkuðum.

„Það er mikið gleðiefni að bjóða Bain Capital velkomin í sterkan og fjölbreyttan hluthafahóp okkar. Við erum ánægð með að fá í hópinn leiðandi fjárfesti á heimsvísu með mikla þekkingu á fluggeiranum. Samkomulagið er auk þess mikilvæg viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk Icelandair hefur unnið til að tryggja bjarta framtíð félagsins. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau miklu tækifæri sem við sjáum í viðskiptalíkani Icelandair eftir heimsfaraldurinn,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í tilkynningu.

Þar er jafnframt haft eftir Matthew Evans, framkvæmdastjóra Bain Capital Credit, að þar á bæ ríki spenna fyrir því að bæta Icelandair Group í fjölbreytt eignasafn sjóðsins í flugtengdri starfsemi.

„Þó líklegt sé að það taki ferðaþjónustu í heiminum nokkurn tíma að ná fullum styrk á ný, deilum við þeirri trú með stjórnendum Icelandair að viðskiptalíkan félagsins sé mjög samkeppnishæft til lengri tíma og að félagið hafi rekstrarsögu sem setur það í kjörstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem verða til nú þegar heimsfaraldurinn er í rénun. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa,“ segir Evans. 

Nýtt efni

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …