LSR aftur orðinn stærsti hluthafinn

MYND: BERLIN AIRPORTS

Eftir hlutafjárútboð Icelandair síðastliðið haust þá átti lífeyrissjóðurinn Gildi 6,61 prósent hlut í Icelandair og var stærsti einstaki hluthafinn. Tveir sjóðir á vegum LSR áttu þó samanlagt 7,99 prósent.

Hlutur LSR í Icelandair fór hins vegar niður fyrir fimm prósent í vetur og nú hefur Gildi einnig farið niður fyrir þau mörk samkvæmt tilkynningu sem Icelandair Group sendi í kauphöll nú í morgun. En skráðum félagum ber að tilkynna ef eign einstaks hluthafa fer niður fyrir fimm prósent.

Eftir söluna á bréfum í Icelandair á Gildi nú 4,84 prósent hlut í Icelandair. Þar með er LSR á ný stærsti hluthafinn í flugfélaginu því saman á A- og B-deild LSR 4,93 prósent í Icelandair samsteypunni.