Mest bókað síðla sumars og í haust

Ferðamenn við Námaskarð. Mynd: Iceland.is

Bókanir eru að tínast inn en þær eru ekkert miðað við árin fyrir heimsfaraldur. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hún segir mikið bókað í ágúst og september og fram eftir haustinu.

„Þetta eru mjög spennandi tímar og ferðaþjónustan til í tuskið og hlakkar til að komast í gang aftur almennilega,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að afnema verði kröfuna um sóttkví til að það gerist.

Sjá nánar á vef Mbl.is