Mikill áhugi á hlutabréfum Play

MYND: PLAY

Alls bárust áskriftir fyrir 33,8 milljarða króna í hlutafjárútboði Play sem lauk seinnipartinn i gær en stefnt var að því að selja nærri 222 milljónir hluta fyrir um 4,3 milljarða króna. Umfram eftirspurnin var því áttföld.

Til samanburðar bárust tilboð upp á 37,4 milljarða króna í útboði Icelandair Group sl. haust. Þar af 7 milljarða tilboð frá Michele Ballerin, forsvarsprakka endurreisnar Wow Air, en það var ekki tekið gilt af stjórn Icelandair.

Samkvæmt tilkynningu frá Arctica Finance, sem hafði umsjón með útboði Play, þá mun stjórn hins nýja flugfélags nú yfirfara þær áskriftir sem bárust í útboðinu og taka afstöðu til þeirra.

Áætlað er að niðurstaða varðandi úthlutun liggi fyrir eigi síðar en í lok dags 28. júní 2021 og fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í Play, á Nasdaq First North Iceland, er áætlaður 9. júlí