OG stendur fyrir Play

Birgir Jónsson forstjóri Play og áhöfnin í fyrstu ferð félagsins. MYND: PLAY

Í dag hófst áætlunarflug Play og var ferðinni heitið til Stansted flugvallar í útjaðri London. Ferðir Play eru merktar með einkennisstöfunum OG á sama hátt og Icelandair notast við kóðann FI.

Þota Play sem hélt til London í morgun var nærri hálfsetin samkvæmt upplýsingum frá lesanda Túrista sem var með í för.

Næsta ferð Play er til London á sunnudaginn og á þriðjudag er komið að fyrsta áætlunarflugi félagsins til Tenerife. Samtals hefur Play sett í sölu flug til níu borga og þar af eru fjórar spænskar.