Opna ekki landamærin fyrr en þrír af hverjum fjórum eru bólusettir

Það verður í fyrsta lagi seinni hluta sumars sem hægt verður að ferðast milli Íslands og Kanada eins og staðan er í dag.

toronto b

Flugfélög og ferðaskrifstofur hafa að undanförnu aukið þrýsting sín á að dregið verði úr sóttvarnarðagerðum við kanadísk landamæri. Þó ekki nema til að heimila Bandaríkjamönnum að heimsækja granna sína á ný.

Það er þó ekki útlit fyrir að kanadísk stjórnvöld ætli sér að slaka nokkuð á aðgerðum fyrr en að minnsta kosti 75 prósent þjóðarinnar hefur verið bólusettur að fullu. Þetta koma fram yfirlýsingu heilbrigðisráðherra landsins í gær en í lok síðustu viku var afléttingu aðgerða innanlands seinkað til 21. júlí.

Innan við fimmtungur kanadísku þjóðarinnar hefur fengið tvær sprautur af bóluefni við Covid-19 samkvæmt frétt Bloomberg.

Það er því ljóst að bið verður á því að flugsamgöngur milli Íslands og Kanada verði með hefðbundnum hætti á ný. Til marks um það þá hefur Icelandair tekið út allar ferðir til Toronto og Vancouver í júlí.

Um fjórir af hverjum eitt hundrað ferðamönnum sem komu til Íslands árið 2019 voru með kanadískt vegabréf.