Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum munu hafa uppi áform um að þjóðnýta flugfélagið Cabo Verde Airlines en það eru íslenskir fjárfestar, þar á meðal Icelandair Group, í gegnum dótturfélag Loftleiða, sem eiga 51 prósent hlut í flugfélaginu.
Spurður um þessa stöðu þá segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri Cabo Verde Airlines, í svari til Túrista, að eftir því sem hann best viti þá sé þjóðnýting ekki til umræðu.