Sala á kínverskum Tesla-bílum minnkaði um 17,8 prósent í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma jókst sala helsta keppinautarins, BYD.
Fréttir
Fleiri lestir vantar
Bandaríkjamenn eru tilbúnir að ferðast með járnbrautarlestum en tilfinnanlegur skortur er á þeim. Nokkur ár eiga eftir að líða áður en Bandaríkin verða jafnfætis öðrum þróuðum ríkjum í lestarsamgöngum.
Fréttir
Ferðapakki eða eSIM í símann?
Það getur kostað sitt að nota farsímann utan Evrópu. Ólafur Hauksson hugsaði málið áður en hann hélt til þriggja landa ferð í Asíu, hlóð stafrænu eSiM-korti í símann í hverju landi og sparaði drjúga fjárhæð við gagnaflutninga. Ferðapakkar símafélaganna kosta sitt en eru þægilegir.
Fréttir
Spotify segir upp 1.600 manns
Sautján af hverjum 100 starfsmönnum sænsku tónlistarveitunnar Spotify verða afhent uppsagnarbréf í dag. Á launaskrá fyrirtækisins eru um 9.300 og það verða því um sextán hundruð manns sem missa vinnuna. Starfsfólkinu verða afhent uppsagnarbréf í dag að því segir í frétt Dagens Industri. Þar er haft eftir Daniel Ek, stofnanda og forstjóra Spotify, að hann … Lesa meira
Fréttir
Umferðin í takt við metárið
Jarðhræringar á Reykjanesi höfðu ekki áhrif á umferðina um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði. Flugumferðin var töluvert meiri en árið fyrir heimsfaraldur.
Fréttir
Gera tilboð í keppinautinn
Ef leitað er eftir flugi til Havaí á bókunarsíðu Icelandair þá kemur oftast upp sá kostur að fljúga með félaginu til Seattle og svo þaðan til eyjaklasans með Alaska Airlines. Flugfélögin tvö hafa nefnilega lengi átt í nánu samstarfi. Icelandair selur því ekki sæti í þotum Hawaiian Airlines sem líka flýgur þessa leið. Á þessu … Lesa meira
Fréttir
Auðvelda ferðalög til Kína
Nú geta Frakkar, Þjóðverjar, Hollendingar, Spánverjar og íbúar Malasíu ferðast til Kína án vegabréfsáritunar. Þessar breytingar gengu í gildi um mánaðamótin og eru liður í því að aflétta þeim ferðatakmörkunum sem gilt hafa frá því að Covid-19 veiran setti allt á annan endann fyrir nærri fjórum árum síðan. Kínversk stjórnvöld vonast til að aukinn ferðamannastraumur … Lesa meira
Fréttir
Aðeins tilboð frá einum íslenskum banka
Opnað var fyrir útboð fyrir fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli á fyrra hluta þessa árs og sendu þrjú fyrirtæki inn lokatilboð. ChangeGroup og Forex sem bæði sérhæfa sig í rekstri afgreiðslustaða á flugvöllum og lestarstöðvum og svo Arion banki sem sinnt hefur þessari þjónustu í Leifsstöð frá árinu 2016. Áður sá Landsbankinn um þessi mál þar á … Lesa meira