Þarf að vinna allan uppsagnarfrestinn

Jacob Schram er hættur sem forstjóri Norwegian en verður þó áfram að vinna fyrir flugfélagið. MYND: NORWEGIAN

Jacob Schram var látinn fara sem forstjóri Norwegian í gærmorgun eftir að hafa sinnt stöðunni í rétt eitt og hálft ár. Þrátt fyrir brottreksturinn er forstjórinn fyrrverandi ekki laus allra mála því honum verður gert skylt að vinna fyrir flugfélagið allan uppsagnarfrestinn. Sá hljóðar upp á níu mánuði samkvæmt ráðningasamningi.

Að þeim tíma liðnum á Schram rétt á launum í fimmtán mánuði til viðbótar og hafði stjórn Norwegian biðlað til forstjórans fyrrverandi að falla frá kröfu um laun í svo langan tíma.

Scharam gerði stjórninni gagntilboð um að verða laus allra mála strax við brottrekstur en fá þó laun í 18 mánuði í stað launa til tveggja ára.

Stjórninni þótti það tilboð ekki nógu gott samkvæmt frétt DN og ákvað því að Schram yrði einfaldlega að vinna fyrir félagið næstu níu mánuði.

VILTU FÁ FULLAN AÐGANG AÐ TÚRISTA Í SUMAR? NÚ FÆRÐU TVEGGJA MÁNAÐA ÁSKRIFT Á AÐEINS 2000 KR. MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA AFSLÁTTARKÓÐAN „SUMAR” ÞEGAR GENGIÐ ER FRÁ PÖNTUN HÉR.
Í KJÖLFARIÐ 2.250 KR. Á MÁNUÐI EN ENGIN BINDING.