Þrjú flugfélög koma aftur

czech airlines
Czech Airlines mun fljúga á milli Íslands og Prag næstu mánuði. MYND: CZECH AIRLINES

Nú á miðnætti er von á þotu Czech Airlines hingað til lands frá Prag og verður þetta fyrsta ferð félagsins til Keflavíkurflugvallar síðan 30. ágúst í fyrra. Á morgun laugardag tekur hið fransk-hollenska Transavia svo upp þráðinn í Íslandsflugi sínu frá Amsterdam en það hefur legið í dvala síðan í september.

Aftur á móti hafa stjórnendur Transavia tekið út áætlunarferðir félagsins frá París og Nantes í sumar. Aðeins er gert ráð fyrir ferðum frá París í september og október.

Til viðbótar við komur Czech Airlines og Transavia þá mun Airbus þota British Airways leggja upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þriðjudaginn. Það er sömuleiðis langt liðið frá síðustu ferð þess félags hingað til lands.

Þar með gefst farþegum á Keflavíkurflugvelli á ný val á milli ferða fjögurra flugfélaga til London og í lok næstu viku bætist svo Play við þann hóp. Samkeppnin verður því hörð um þá sem ætla milli Íslands og London nú í sumar og vetur.

VILTU FÁ FULLAN AÐGANG AÐ TÚRISTA Í SUMAR? NÚ FÆRÐU TVEGGJA MÁNAÐA ÁSKRIFT Á AÐEINS 2000 KR. MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA AFSLÁTTARKÓÐAN „SUMAR“ ÞEGAR GENGIÐ ER FRÁ PÖNTUN HÉR.
Í KJÖLFARIÐ 2.250 KR. Á MÁNUÐI EN ENGIN BINDING.