Til Mílanó fyrir 2.200 krónur

Frá Mílanó. Mynd: Matteo Raimondi / Unsplash

Nú á laugardaginn hefst áætlunarflug Wizz Air milli Íslands og Mílanó á nýjan leik. Og þeir sem eru tilbúnir til að ferðast út í heim á ný geta bókað sæti í flugið héðan til ítölsku borgarinnar á 15 evrur eða um 2.200 krónur.

Miðarnir næstu viku eru litlu dýrari því þeir kosta rétt um 3.700 krónur.

Fargjöldin frá Mílanó til Keflavíkurflugvallar eru aðeins hærri en dýrustu miðarnir í júní kosta þó ekki meira en um 13.300 krónur.

Það er því hægt að fljúga til Mílanó fyrir lítið nú í sumarbyrjun og heim aftur. Þó ber að hafa í huga að Wizz Air rukkar fyrir allan handfarangur sem ekki kemst undir sætin.