Utanferðir Íslendinga í heimsfaraldrinum

Brottförum frá Keflavíkurflugvelli hefur fjölgað töluvert síðustu vikur. MYND: ISAVIA

Það voru 4.380 Íslendingar sem flugu frá Keflavíkurflugvelli í maí eða um helmingi fleiri en mánuðina tvo á undan. Og gera má ráð fyrir að fjöldinn fari þó nokkuð upp á við nú í júní enda hefur flugumferðin aukist umtalsvert síðustu vikur.

Það gerðist líka seinni hlutann í júní í fyrra og þá fóru mun fleiri út í heim en höfðu gert fyrstu mánuði heimsfaraldursins í fyrra eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.